SKILMÁLAR
Upplýsingar Hárgreiðslustofan og vefverslunin Skipt í miðju er rekin af Skipt í miðju ehf., kt. 460809-0370 VSK nr. 102138. Hárgreiðslustofan og verslunin er staðsett á Lækjargötu 34B, Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband í síma 555-7733 eða á netfangið skiptimidju@skiptimidju.is
Greiðsla
Við bjóðum upp á þrjá greiðslumöguleika: greiðsla með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor, Skipt í miðju fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda. Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning Skipt í miðju ehf innan 24 klst frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma er pöntunin ógild. Reikningsnúmer er 545-26-766 og kt er 460809-0370. Sendið kvittun úr heimabanka á skiptimidju@skiptimidju.is með pöntunarnúmeri í tilvísun.
Sendingarmáti
Hægt er að sækja pantanir í verslun okkar á Lækjargötuna á umsömdum tíma. Einnig er hægt að fá pantanir sendar með Póstinum. Sending í póstbox á höfuðborgarsvæðinu: 990kr Sending á næsta pósthús: 1290 kr. Sending upp að dyrum: 1290 kr. Frí sending upp að dyrum ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira. Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar, en á tilboðsdögum þá 2-5 dagar. Verð 24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði.
Vöruskil
Skilafrestur er 10 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í órofnum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil á skiptimidju@skiptimidju.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Aðeins er endurgreitt á þann aðila sem greiddi fyrir vöruna upphaflega, sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Skipt í miðju. Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt. Útsölu/Outlet vörum fæst hvorki skilað né skipt. Vinsamlegast athugið að endurgreiðsla er eingöngu í boði innan 10 daga frá kaupum. Upphæð endurgreiðslu eða inneignar er ávallt sú sama og greitt var fyrir vöruna.
Fyrirvari
Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Skipt í miðju áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.
Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Skipt í miðju mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.