UM SKIPT Í MIÐJU
Hársnyrtistofan Skipt í miðju var stofnuð 1. Október 2009 við Lækjargötu 34B í Hafnarfirði. Á stofunni starfa 7 hressir hársnyrtar sem gera stofuna skemmtilega og fjölbreytta. Þau eru Hildur Ásgeirsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Jóhanna Khorchai Stefnisdóttir, Arna Eyjólfsdóttir, Vigdís Sól Sigurðardóttir, Bryndís Sighvatsdóttir og Sigurður Örn Arnarson.
Þar sem stofan hefur ekki getað verið opin alla daga vegna Covid 19 höfum við verið að selja vörur í gegnum facebook og mailið okkar. Fólk hefur verið ótrúlega ánægt með að fá vörurnar heim að dyrum hvort sem það er fast heima eða bara nennir ekki út. Og þess vegna gáfum við Skiptimidju.is loksins líf :)
Á síðunni verða til sölu okkar upphálds hárvörur á frábæru verði.
Ykkur er velkomið að hafa samband símleiðis s.555-7733 eða á netfangið skiptimidju@skiptimidju.is ef þið hafið einhverjar spurningar.